Hipsteraspæjararnir

Annað árið í röð gáfu Nexus og Ókei-bækur út myndasögublaðið ÓkeiPiss, í tilefni ókeypis myndasögudagsins (5. maí þetta árið). Í því mátti m.a. finna Pólitíska ádeilu, Alla íþróttapjakk og Hipsteraspæjarana. Ádeilunni eru lesendur Fjandans kunnir og Alli íþróttapjakkur er væntanlegur á síðuna á næstu mánuðum. Nánar um það síðar.

Hipsteraspæjararnir er myndasaga eftir mig, Jónas Reyni Gunnarsson, og Friðgeir Jóhannes Kristjánsson. Glöggir lesendur taka eftir að það er sama dúó og stendur á bakvið Pólitíska ádeilu. Það gleður mig að tilkynna að bók með þessum hetjum er í vinnslu. Við munum vafalaust pósta sýnishornum þegar þar að kemur. Þangað til er hér tveggja blaðsíðna sagan sem birtist í ÓkeiPiss.

This entry was posted in Hipsteraspæjararnir, Myndasögur, Verk í vinnslu and tagged , . Bookmark the permalink.

Comments are closed.